Elín Sólskríkja

Ég lærði að flúra árið 2016 og hef starfað sem húðflúrari síðan 2020. Ég sérhæfi mig í handpoke húðflúrum – húðflúrum sem eru handstungin án vélar.

Handpoke húðflúr eru almennt mildari fyrir húðina, valda minni sársauka og gróa hraðar en vélarflúr. Þau einfaldari í umhirðu og er lítil hætta á sýkingu.

Ég á og starfræki mitt eigið stúdíó, þar sem ég legg mikið upp úr rólegu og afslappandi andrúmslofti. Stúdíóið heitir Dul, og er bæði sensory & queer friendly.

Mér er annt um vandaða og persónulega þjónustu, og gef mér góðan tíma í hvert verk. Ég gef mér leyfi til að hafna verkum sem ég vil ekki gera eða sé ekki fram á að munu endast vel með komandi árum.

Nánar um mig

Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og bý þar ásamt manninum mínum, fjórum börnum okkar og kisu. List hefur alltaf átt stóran sess í lífi mínu, og ég hef teiknað mikið frá unga aldri.

Þó að list og húðflúrun séu mér afar hugleikin, hef ég alltaf haft vítt áhugasvið og finnst mér margt ólíkt skemmtilegt.

Ég brenn fyrir feminisma og mannréttindum og ásamt því að starfa sem húðflúrari, starfa ég hjá félagasamtökunum UN Women á Íslandi, en UN Women er stofnun sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu kvenna og hinsegin fólks á heimsvísu.

Ég er einnig doulu nemi, þar sem ég styð barnshafandi einstaklinga í gegnum meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.

Þetta starf er bein tegnt ástríðu minni fyrir umhyggju og valdeflingu, sem er einnig grunnurinn í starfi mínu sem húðflúrari, þar sem ég legg áherslu á persónulega og örugga upplifun fyrir alla sem koma til mín.