fresh
healed
Hvernig skal hugsa um nýtt húðflúr?
Leiðbeiningar um umhirðu
Eðlilegt er að húðflúrið sé aðeins rautt og aumt fyrstu dagana.
Hins vegar, ef roðinn varir lengur en þrjá daga eða þú finnur fyrir hita á svæðinu, gæti verið að sýking sé að myndast. Þótt sýkingar í handpoke-húðflúr séu sjaldgæfar, er mikilvægt að bregðast fljótt við ef slíkt gerist. Ef þú hefur áhyggjur af sýkingu, skaltu hafa samband við mig strax.
Þegar húðflúrið grær er eðlilegt að húðin verði þurr og flagni. Mikilvægt er að kroppa ekki í flúrið, þar sem það getur valdið öramyndun og haft áhrif á loka útkomu flúrsins.
Kláði er eðlilegur og fylgir gróandanum - en það er mjög mikilvægt að klóra ekki í flúrið. Ef kláðinn er mikill getur verið gagnlegt að bera lítið af rakakremi á svæðið.
Forðastu að láta flúrið liggja í vatni í 7-14 daga, eða þar til húðin er orðin slétt viðkomu. Ég mæli því gegn sundferðum, baðferðum eða sambærilegri útsetningu fyrir vatni þar til flúrið er fullgróið.
Ef þú ert óviss um eitthvað er þér alltaf velkomið að hafa samband við mig.
Netfang : solskrikja@outlook.com
Sími : 8479101
English
It is normal for the tattoo to be slightly red and tender for the first few days.
However, if the redness lasts longer than three days or you feel warmth in the area, an infection might be developing. Although infections in handpoke tattoos are rare, it’s important to act quickly if this happens. If you’re concerned about an infection, please contact me immediately.
As the tattoo heals it will be dry and for the skin to peel. It’s important not to pick at the tattoo, as that will cause scarring, which affects the final appearance of the tattoo.
Itching is a normal part of the healing process—but it’s very important not to scratch the tattoo. If the itching is intense, it may help to apply a small amount of moisturizer to the area.
Avoid soaking the tattoo in water for 7–14 days, or until the tattoo feels smooth to the touch. I therefore advise against swimming, bathing, or similar water exposure until the tattoo is fully healed.
If you’re unsure about anything, you’re always welcome to contact me.