Þú átt bókaðan tíma í flúr
Hvað er gott að hafa í huga fyrir tímann?
Ég mæli með að:
Ná góðum nætursvefn nóttina fyrir
Næra þig vel fyrir tímann & taka eitthvað matarkyns með þér, þá sérstaklega í stærri flúr
Koma í þægilegum fötum sem henta vel fyrir staðsetningu flúrsins & mættu mögulega fá smá blek á sig
Mæta á umsömdum tíma helst ekki meira en 10 mín fyrr og endilega láttu mig vita ef þér seinkar
Taka með þér einhverskonar afþreyingu sem gæti verið gott að grípa í, td. heyrnartól, bók osfv.
Láta mig vita ef þú hefur undirliggjandi sjúkdóma eða húðvandamál sem gæti verið gott að ég viti af
Láta mig vita ef þú ert á lyfjum sem hafa td. áhrif á húð, þykkt blóðs eða tíma gróanda