Verk eftir Sólskríkju

Öll húðflúrin eru gerð án vélar, með svokallaðri handpoke aðferð.

Handpoke flúr áreita húðina ekki eins mikið og vélar flúr. Þess vegna eru þau almennt sársauka minni, fljótari að gróa og auðveldari í umhirðu en húðflúr sem gerð eru með vél.

Lang flest verkin mín eru teikingar og hannanir eftir mig. Mér þykir best að teikna og hanna flúrin í sameiningu með kúnnanum mínum. Þannig finnst mér ég ná góðri tengingu við kúnnan og þá sýn eða hugmynd sem hann hefur.